5.1.2009 | 09:59
Yfirvofandi borgarastyrjöld?
Það virðist styttast þráðurinn um heim allan og hann virðist vera brunninn upp í Grikklandi.
Almenningur heimsins er vonandi að átta sig á hversu ómannlegur þessi andskotans kapítalismi er en til þess að losna undan oki hans er því miður fátt annað en blóðsúthellingar í boði.
Byssumenn skutu grískan lögreglumann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Held að allir byltingarsinnar ættu að lesa þetta...
http://stigsson.is/almennt_noldur/Island_Yktasta_land_i_heimi
Jón (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:32
Ekki minnist ég þess að hafa nokkurn tíman minnst á eða aðhyllst kommúnisma þó mér finnist misskipting gæða heimsins vera komin fram úr öllu hófi þökk sé viðskiptaheimi sem öllu virðist ráða, hefur ítök allstaðar og er beinlínis mannfjandsamlegur.
Heimurinn er ekki svart-hvítur og það er til annað en kapítalismi og kommúnismi sem báðir hafa sannað vonleysi sitt.
Björn Gísli Gylfason, 5.1.2009 kl. 10:52
Það er fólki jú að sjálfsögðu í sjálfsvald sett að taka lán og enginn var til þess neyddur. Sama er að segja um verðbréfaruglið sem er og hefur alltaf verið fjárhættuspil þar sem fáir útvaldir græða á heimsku hinna.
Það sem hefur vantað eru skýrari lagarammar en ekki síður að fólk almennt hugsi aðeins áður en það raðar upp lánum og vísarað hægri, vinstri.
Hugarfarsbreytingin er nauðsynlegri en lagaramminn, það er bara auðveldara að byrja á lögunum því fólk almennt virðist aldrei geta lært eða áttað sig á nokkrum hlut nema á eigin skinni.
En jú, ég fékk lykilorð.
Björn Gísli Gylfason, 5.1.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.